MinerOSS - Gervibein

Fjölbreytt úrval gervibeina BioHorizons hafa verið vísindalega prófuð í fjölbreyttum ígræðslum og eru þau hönnuð til að tryggja hámarks gæði og áreiðanlegan árangur. BioHorizons hefur skuldbundið sig við vísindi, nýsköpun og framúrskarandi þjónustu. Það hefur leitt til þess að BioHorizons er eitt ört vaxandi fyrirtækið í heiminum á sviði tannlækninga. Fyrirtækið býður upp á alhlíða lausnir fyrir beinígræðslur af öllum stærðum og gerðum. Hægt er að velja á milli mismunandi gerða gervibeina.

Skuldbinding BioHorizons við þróun vörulínu sem byggir á traustum vísindalegum grunni gerir það að verkum að lausnir BioHorizons hafa verið birtar í yfir 300 vísindaritum og því er vöruúrvalið stutt af klínískri virkni fyrir fjölbreyttar aðgerðir í hörðum og mjúkum vefjum.

.BioHorizons leggur einnig ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu. Stórt alþjóðlegt tenglsanet og vel þjálfað þjónustuteymi fyrirtækisins er til staðar til að styðja við þarfir bæði sjúklinga og tannlækna.

BioHorizons hefur jafnframt langa sögu í þróun nýstárlegra og byltingarkenndra lausna til að bæta klínískar niðurstöður tannlæknastofa. Þessi vegferð hófst árið 2000 þegar BioHorizons kynnti AlloDerm™, sem var fyrsta vara til að bæta mjúkvef í tannlækningageiranum.