Tapered Pro Conical
Hvað er Tapered Pro Conical?
Byggt á margrannsakaðri innri deep conical hönnun frá Conelog®, og hinu frábæra tapered pro ytra byrði, sem sameinast í tapered pro conical tannplantanum. Hannaður til að einfalda skurðaðgerðir og með bestu mögulegu conical tengingunni á markaðnum. Tapered pro conical eru einnig áreiðanlegur valkostur í tafarlausum meðferðarúrræðum. Tapered pro conical byður upp á 3.8mm tannplanta sem geta verið með tvö möguleg prótetísk platform, regular og narrow. þetta eykur þægindi með því að hægt er að nota eitt prótetískt platform þegar misbreiðir tannplantar eru notaðir.
Við bjóðum upp á Tapered Pro Conical tannplantana með Laser-Lok kraga. Þetta þýðir að auk þess að hafa RBT (resorbable blast textured) yfirborð þá er 1,8 mm kragi coronalt með örfínum og hárnákvæmum laser skornum línum sem veitir þétta mjúkvefjatengingu og viðhalda beinhæð.
Eiginleikar Tapered pro Conical
7,5° keilulaga tenging
Tenging Tapered Pro Conical tannplantanna hefur langa keilu sem er hönnuð til að minnka örhreyfingar (ólíkt öðrum kerfum er því ekkert micro-gap), einnig er 7,5° halla sem hefur sýnt fram á yfirburðar stöðugleika í samanburði við önnur keilulaga kerfi.
Tvö platform
Að nota aðeins tvær breiddir af tengingum milli abutments og tannplanta eykur skilvirkni í uppbyggingarferlinu og einfaldar birgðastýringu.
6-cam Tenging
6-CAM tengingin er hönnuð til að bjóða upp á sveigjanlega stöðu tannplanta ásamt því að einfalda ísetningu tannplanta í bein og ísetningu abutments í tannplanta.
Platform-switching
Með “platform-switching” sem er hannað til að varðveita beinkragan og skila fallegu, náttúrulegu útliti.
Burðarþræðir
Djúpir og öflugir burðarþræðir eru hannaðir til að tryggja frábæran upphafsstöðugleika tannplantanna.
Flöt öxl
Flata ígræðslu öxlin er hönnuð til að minnka lóðrétt misræmi með því að leyfa abutmentum að hvíla beint á öxlinni, þannig að keilutengingin varðveitist fyrir endanlegan tannplanta.
Laser-Lok® og minni kragahæð
Útbúnir með Laser-Lok yfirborðsmeðferð sem hefur sýnt að hún myndar bandvefstengingu og hjálpar til við að viðhalda beinhæð. Minnkuð kragahæð plantanna er svo einnig hönnuð til að viðhalda beinhæð.
Endaskurður
Sjálfskrúfandi, spírallaga skurðrákir sem eru hannaðar til að tryggja nákvæma ísetningu tannplanta.